Kostnaður raforkuskorts vegna fyrirvaralausra truflana árið 2023

Áætlaður þjóðhagslegur kostnaður af rafmagnsleysi vegna fyrirvaralausra truflana á forgangsorku í flutnings- og dreifikerfum raforku á árinu 2023 er metinn á um 987 m.kr. eða heildarverð um 1.175 kr./kWh og 2.358 kr./kWh ef eingöngu er horft til almennrar forgangsorku. Hafa ber í huga að kostnaður getur verið mjög breytilegur milli ára þar sem ytri aðstæður, svo sem veðurfar, eru breytilegar.

Í skýrslunni „Kostnaður raforkuskorts vegna fyrirvaralausra truflana. Tölur til notkunar árin 2024, 2025, 2026 og 2027.“ eru birtar tölur um þjóðhagslegan kostnað vegna truflana í afhendingu raforku árið 2023 og hvernig sá kostnaður dreifist eftir notendaflokkum og landshlutum, byggt ákostnaðarföllum einstakra notkunarflokka niður á einstaka fyrirvaralausar raforkuskerðingar, gögnum um vinnsluvirði atvinnugreina það ár og tölum um raforkunotkun. Taflan hér að neðan sýnir heildarskerðingar og kostnað vegna fyrirvaralausra raforkutruflana á forgangsorku eftir landshlutum á árunum 2020 til 2023.

 

2020

2021

2022

2023

 

Skerðing forgangs-orku

Kostnaður

Meðaltal

Skerðing forgangs-orku

Kostnaður

Meðaltal

Skerðing forgangs-orku

Kostnaður

Meðaltal

Skerðing forgangs-orku

Kostnaður

Meðaltal

Eining

MWh

M.kr.

Kr./kWh

MWh

M.kr.

Kr./kWh

MWh

M.kr.

Kr./kWh

MWh

M.kr.

Kr./kWh

Suðurnes

28

111

3.896

55

204

3.709

17

22

1.288

136

230

1.699

Höfuðborgarsvæði

53

79

1.512

88

178

2.007

447

746

1.669

173

121

696

Vesturland

75

131

1.762

36

67

1.851

666

449

674

69

45

651

Vestfirðir

143

332

2.322

56

136

2.442

105

277

2.628

47

142

3.036

Norðurland

283

329

1.164

74

135

1.827

362

113

313

244

112

457

Austurland

103

170

1.659

44

105

2.395

78

189

2.433

65

132

2.019

Suðurland

141

252

1.789

62

124

2.000

163

341

2.088

106

205

1.939

Einnig er í skýrslunni fjallað um þá aðferðarfræði sem START hópurinn hefur þróað á undanförnum árum við uppfært mat kostnaðar vegna truflana á afhendingu raforku. Nánar tiltekið eru útreikningar hér byggðir á könnunum START hópsins, sem framkvæmdar voru annars vegar árið 2020 yfir kostnað heimila vegna raforkuskorts og kostnað stórnotenda við raforkutruflunog hins vegar kannanir frá 2021 yfir kostnað vegna raforkuskorts meðal mismunandi atvinnugreina utan stóriðju.

Í hinni nýju aðferðafræði útreikninga START hópsins við kostnað vegna raforkuskerðinga er kostnaður reiknaður út frá kostnaðarföllum einstakra notkunarflokka raforku niður á hverjar einstaka fyrirvaralausar raforkuskerðingar sem urðu á árunum 2020, 2021, 2022 og 2023.

Sjá nánar skýrslu.


 

Kostnaður raforkuskorts vegna fyrirvaralausra truflana árið 2022

Áætlaður þjóðhagslegur kostnaður af rafmagnsleysi vegna fyrirvaralausra truflana í flutnings- og dreifikerfum raforku á árinu 2022 er metinn á um 1.780 m.kr. eða um 695 kr./kWh. Ef frá er talin sú skerðing sem varð hjá stórnotendum árið 2022 er þjóðhagslegur kostnaður vegna truflana á afhendingu raforku til almennra notenda forgangsorku árið 2022 um 2.540kr./kWh.

Í skýrslunni „Kostnaður raforkuskorts vegna fyrirvaralausra truflana. Tölur til notkunar árin 2023, 2024, 2025 og 2026.“ eru birtar tölur um þjóðhagslegan kostnað vegna truflana í afhendingu raforku árið 2022 og hvernig sá kostnaður dreifist eftir notendaflokkum og landshlutum, byggt á gögnum um vinnsluvirði atvinnugreina það ár og tölum um raforkunotkun. Einnig er fjallað um þá aðferðarfræði sem START hópurinn hefur þróað á undanförnum árum við uppfært mat kostnaðar vegna truflana á afhendingu raforku. Nánar tiltekið eru útreikningar hér byggðir á könnunum START hópsins, sem framkvæmdar voru annars vegar árið 2020 yfir kostnað heimila vegna raforkuskorts og kostnað stórnotenda við raforkutruflun og hins vegar kannanir frá 2021 yfir kostnað vegna raforkuskorts meðal mismunandi atvinnugreina utan stóriðju.

Í hinni nýju aðferðafræði útreikninga START hópsins við kostnað vegna raforkuskerðinga er kostnaður reiknaður út frá kostnaðarföllum einstakra notkunarflokka raforku niður á hverjar einstaka fyrirvaralausar raforkuskerðingar sem urðu á árunum 2020, 2021 og 2022.

Sjá nánar skýrslu.

Skýrsla um gæði raforkukerfis á árinu 2022 og kostnaður raforkuskorts á árinu 2021

Út er komin skýrsla um afhendingu raforku fyrir árið 2022.  Í október 2022 kom út skýrsla um kostnað vegna raforkuskorts á árinu 2021.

Stuðlar um afhendingu raforku.  Árin 2013-2022

Árleg skýrsla um afhendingaröryggi  dreifiveitna og flutningsfyrirtækis á árinu 2022 er komin út. Þar kemur fram að árið 2022 var frekar slæmt hjá Landsneti og Veitum. RARIK dreifbýli er einnig með hærri stuðla en síðustu 10 ár.  Sjá nánar skýrslu.


Kostnaður vegna raforkuskorts árið 2021

Áætlaður þjóðhagslegur kostnaður af rafmagnsleysi vegna fyrirvaralausra truflana í flutnings- og dreifikerfum raforku á árinu 2021 er metinn á um 868 m.kr. eða um 870 kr./kWh. Ef frá er talin sú skerðing sem varð hjá stórnotendum árið 2021 er þjóðhagslegur kostnaður vegna truflana á afhendingu raforku til almennra notenda árið 2021 um 2.141 kr./kWh.

Í skýrslunni „Kostnaður vegna raforkuskorts. Tölur til notkunar árin 2022, 2023, 2024 og 2025.“ eru birtar tölur um þjóðhagslegan kostnað vegna truflana í afhendingu raforku árið 2021, byggt á gögnum um vinnsluvirði atvinnugreina það ár og tölum um raforkunotkun. Einnig er fjallað um þá aðferðarfræði sem START hópurinn hefur þróað á undanförnum árum við uppfært mat kostnaðar vegna truflana á afhendingu raforku. Nánar tiltekið eru útreikningar hér byggðir á könnunum START hópsins, sem framkvæmdar voru annars vegar árið 2020 yfir kostnað heimila vegna raforkuskorts og kostnað stórnotenda við raforkutruflun og hins vegar kannanir frá 2021 yfir kostnað vegna raforkuskorts meðal mismunandi atvinnugreina utan stóriðju.

Í hinni nýju aðferðafræði útreikninga START hópsins við kostnað vegna raforkuskerðinga er kostnaður reiknaður út frá kostnaðarföllum einstakra notkunarflokka raforku niður á hverjar einstaka fyrirvaralausar raforkuskerðingar sem urðu á árunum 2020 og 2021.

Sjá nánar skýrslu.

Merki