Kostnaður raforkuskorts vegna fyrirvaralausra truflana árið 2022
- Details
- Mánudagur, Desember 04 2023 14:41
Áætlaður þjóðhagslegur kostnaður af rafmagnsleysi vegna fyrirvaralausra truflana í flutnings- og dreifikerfum raforku á árinu 2022 er metinn á um 1.780 m.kr. eða um 695 kr./kWh. Ef frá er talin sú skerðing sem varð hjá stórnotendum árið 2022 er þjóðhagslegur kostnaður vegna truflana á afhendingu raforku til almennra notenda forgangsorku árið 2022 um 2.540kr./kWh.
Í skýrslunni „Kostnaður raforkuskorts vegna fyrirvaralausra truflana. Tölur til notkunar árin 2023, 2024, 2025 og 2026.“ eru birtar tölur um þjóðhagslegan kostnað vegna truflana í afhendingu raforku árið 2022 og hvernig sá kostnaður dreifist eftir notendaflokkum og landshlutum, byggt á gögnum um vinnsluvirði atvinnugreina það ár og tölum um raforkunotkun. Einnig er fjallað um þá aðferðarfræði sem START hópurinn hefur þróað á undanförnum árum við uppfært mat kostnaðar vegna truflana á afhendingu raforku. Nánar tiltekið eru útreikningar hér byggðir á könnunum START hópsins, sem framkvæmdar voru annars vegar árið 2020 yfir kostnað heimila vegna raforkuskorts og kostnað stórnotenda við raforkutruflun og hins vegar kannanir frá 2021 yfir kostnað vegna raforkuskorts meðal mismunandi atvinnugreina utan stóriðju.
Í hinni nýju aðferðafræði útreikninga START hópsins við kostnað vegna raforkuskerðinga er kostnaður reiknaður út frá kostnaðarföllum einstakra notkunarflokka raforku niður á hverjar einstaka fyrirvaralausar raforkuskerðingar sem urðu á árunum 2020, 2021 og 2022.