Út er komin skýrsla um afhendingu raforku fyrir árið 2022.  Í október 2022 kom út skýrsla um kostnað vegna raforkuskorts á árinu 2021.

Stuðlar um afhendingu raforku.  Árin 2013-2022

Árleg skýrsla um afhendingaröryggi  dreifiveitna og flutningsfyrirtækis á árinu 2022 er komin út. Þar kemur fram að árið 2022 var frekar slæmt hjá Landsneti og Veitum. RARIK dreifbýli er einnig með hærri stuðla en síðustu 10 ár.  Sjá nánar skýrslu.


Kostnaður vegna raforkuskorts árið 2021

Áætlaður þjóðhagslegur kostnaður af rafmagnsleysi vegna fyrirvaralausra truflana í flutnings- og dreifikerfum raforku á árinu 2021 er metinn á um 868 m.kr. eða um 870 kr./kWh. Ef frá er talin sú skerðing sem varð hjá stórnotendum árið 2021 er þjóðhagslegur kostnaður vegna truflana á afhendingu raforku til almennra notenda árið 2021 um 2.141 kr./kWh.

Í skýrslunni „Kostnaður vegna raforkuskorts. Tölur til notkunar árin 2022, 2023, 2024 og 2025.“ eru birtar tölur um þjóðhagslegan kostnað vegna truflana í afhendingu raforku árið 2021, byggt á gögnum um vinnsluvirði atvinnugreina það ár og tölum um raforkunotkun. Einnig er fjallað um þá aðferðarfræði sem START hópurinn hefur þróað á undanförnum árum við uppfært mat kostnaðar vegna truflana á afhendingu raforku. Nánar tiltekið eru útreikningar hér byggðir á könnunum START hópsins, sem framkvæmdar voru annars vegar árið 2020 yfir kostnað heimila vegna raforkuskorts og kostnað stórnotenda við raforkutruflun og hins vegar kannanir frá 2021 yfir kostnað vegna raforkuskorts meðal mismunandi atvinnugreina utan stóriðju.

Í hinni nýju aðferðafræði útreikninga START hópsins við kostnað vegna raforkuskerðinga er kostnaður reiknaður út frá kostnaðarföllum einstakra notkunarflokka raforku niður á hverjar einstaka fyrirvaralausar raforkuskerðingar sem urðu á árunum 2020 og 2021.

Sjá nánar skýrslu.

Merki