Nýr vefur í loftið

Ný vefur TRUFLUN.IS er kominn í loftið.  Hann er unninn af AP media og okkar tengiliður er Hjalti Freyr Kristinsson.  Með að skipta vefnum út er mun auðveldara að bæta inn efni á vefinn og útlit hans var bætt verulega.  Vonum að notendur séu sáttir.  Ef þið viljið koma inn frétt á síðuna, sendið endilega póst á Ingvar Baldursson hjá Eflu,  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Stuðlar um afhendingu raforku, árin 2004-2013.

Skýrslan „Stuðlar um afhendingu raforku. Árin 2004-2013“  er komin út, en þar eru birtar stuðlar um afhendingu raforku til notkunar hér á landi auk þess sem gildi fyrir þessa stuðla síðustu tíu ár eru reiknuð fyrir Landsnet og stærstu dreifiveitur landsins. 

Eins og fram kemur á myndinni hefur árið 2013 verið frekar gott hjá veitunum.  Stuðlarnir hjá Norðurorku byggja á mjög fáum truflunum, svo hlutfallslegar breytingar geta verið verulegar á milli ára.  Hjá öllum veitunum hafa flestir stuðlar verið lægri en undanfarin ár.  Stuðlarnir TSF, TSN og FSN eru ekki reiknaðir fyrir Landsnet og koma því ekki fram á myndinni.  

Sjá nánar skýrslu.

 

 

Merki