Kostnaður raforkunotenda af aftakaveðri í desember 2019

START hópur birtir árlega skýrslu um kostnað raforkunotenda af rafmagnsleysi vegna fyrirvaralausra truflana í flutnings- og dreifikerfum raforku.  Fyrir árið 2019 er áætlað að kostnaður hafi numið um 6.638 Mkr.

Ástæða þess að kostnaður ársins 2019 er hærri en undanfarin ár eru mikil og vond veður sem gerði í desember 2019 og er kostnaður vegna þessa veðurs metinn 5.850 Mkr. Eða um 88% af heildarkostnaði ársins 2019.

Sjá einnig lýsingu Landsnet á veðrinu og atburðarásinni í frammistöðuskýrslu Landsnets.

Áhugavert erindi Péturs Þórðarsonar, RARIK, um „Áhrif strengvæðingar á afhendingaröryggi“, haldið á Samorkuþingi 2017.

Samorkuþing var haldið í Hofi á Akureyri daganna  4. og 5. maí 2017.  Þar voru fluttir margir fróðlegir fyrirlestrar.  Erindi Péturs Þórðarsonar hjá RARIK fjallaði um „Áhrif strengvæðingar á afhendingaröryggi“.   

Þar kom fram að um 57% af dreifikerfi RARIK eru jarðstrengir og er áætlað á næstu 18 árum verði núverandi loftínur endurnýjaðar með jarðstrengum.

Truflarnir í loftlínum verða vegna veðurs og áverka, aðallega vegna áflugs.  Flestar truflanir (52 %)  eru vegna áverka en aftur á móti eru meiri skerðingar vegna veðurs (74%).

Með strengvæðingu hverfa truflanir vegna veðurs að mestu og vegna áflugs.  Í staðin koma truflanir vegna graftar og tæknilegra bilana.

Reynslutölur RARIK  um fjölda truflana á hverja 100 km er 6  truflanir á ári í loftlínum og 0,6 truflanir á ári í strengjum.

Sjá  nánar glærur frá fyrirlestrinum.

Merki