Kostnaður raforkunotenda af aftakaveðri í desember 2019
- Details
- Mánudagur, September 13 2021 13:33
START hópur birtir árlega skýrslu um kostnað raforkunotenda af rafmagnsleysi vegna fyrirvaralausra truflana í flutnings- og dreifikerfum raforku. Fyrir árið 2019 er áætlað að kostnaður hafi numið um 6.638 Mkr.
Ástæða þess að kostnaður ársins 2019 er hærri en undanfarin ár eru mikil og vond veður sem gerði í desember 2019 og er kostnaður vegna þessa veðurs metinn 5.850 Mkr. Eða um 88% af heildarkostnaði ársins 2019.
Sjá einnig lýsingu Landsnet á veðrinu og atburðarásinni í frammistöðuskýrslu Landsnets.