Jakob Ólafsson lætur af störfum

 
Jakob Ólafsson, sem verið hefur fulltrúi Orkubús Vestfjarða í START hópnum frá upphafi eða í 21 ár, hefur látið af störfum hjá Orkubúi Vestfajrða vegna aldurs. Meðfylgjandi mynd fann Jakob hjá sér en hún er frá fundi hópsins árið 1989 í Engidal hjá Orkubúi Vestfjarða. Á myndinni eru Jón Vilhjálmsson, Jakob Ólafsson, Þórarinn K. Ólafsson og Þórður Guðmundsson. Hreinn Jónasson tók myndina og þar að auki var Björn Haraldsson í hópnum á þessum tíma. Ragnar Emilsson tekur við sem fulltrúi Orkubús Vestfjarða í hópnum.

Merki